Tjarnarbyggð 4 - Stofnun nýrrar landspildu
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 1 ári síðan.
Skipulags og byggingarnefnd nr. 3
27. júlí, 2022
Annað
Fyrirspurn
Jörundur Gauksson f.h. Kallnesings ehf, leggur fram umsókn um stofnun nýrrar 96,91ha landspildu, sem yrði stofnuð úr upprunalandinu Kaldaðarnes land L201166. Spildan er 4. áfangi, þ.e. framhald hinnar svokölluðu Búgarðabyggðar sunnan Selfoss. Óskað er eftir að ný spilda fái heitið Tjarnarbyggð 4.
Svar

Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir landskiptin.