Tillaga frá bæjarfulltrúum Á- B- og S-lista - framtíðarskólahúsnæði á Eyrarbakka
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 1 ári síðan.
Bæjarstjórn nr. 4
7. september, 2022
Annað
Fyrirspurn
Tillaga frá 2. fundi fræðslunefndar frá 25. ágúst sl. liður 3. Tillaga frá bæjarfulltrúum Á- B- og S-lista - framtíðarskólahúsnæði á Eyrarbakka.
Formaður lagði til að hópurinn beri heitið undirbúningshópur og hópinn skipi eftirtaldir: Brynhildur Jónsdóttir, formaður, D-lista, Sveinn Ægir Birgisson, D-lista, Sigurjón Vídalín Guðmundsson, S-lista. Með undirbúningshópi starfi sérfræðingar af mannvirkja- og umhverfissviði ásamt sérfræðingum af fjölskyldusviði. Einnig skólastjóri Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri, fulltrúar starfsfólks og fulltrúar foreldra nemenda við skólann. Fleiri aðilar skólasamfélagsins geta verið kallaðir til vegna hugmyndavinnu en undirbúningsferli hönnunar frá hinu almenna til hins sérstæða (Design Down Process) gafst afar vel í undirbúningsvinnu hins nýja Stekkjaskóla. Verkefnastjóri verði ráðinn sem boðar til funda og heldur utan um vinnu undirbúningshópsins.
Einnig var erindisbréf lagt fram.
Samþykkt samhljóða og lagði fræðslunefnd til að bæjarstjórn samþykkti erindisbréfið.
Svar


Sveinn Ægir Birgisson, D-lista, tekur til máls.

Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 11 atkvæðum.