Friðland í Flóa- Endurheimt votlendis - Umsókn um framkvæmdaleyfi
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 1 ári síðan.
Bæjarstjórn nr. 4
7. september, 2022
Annað
Fyrirspurn
Tillaga frá 5. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 31. ágúst, liður 4. Friðland í Flóa- Endurheimt votlendis - Umsókn um framkvæmdaleyfi
Einar Bárðarson f.h. Votlendissjóðs, óskar eftir leyfi sveitarfélagsins, (framkvæmdaleyfi) sem felur í sér að loka gömlum skurðum sem liggja vestan við og sunnan við Óseyraveg, skv. meðfylgjandi gögnum. Fyrirhugaðar framkvæmdir eru ekki taldar hafa áhrif á tún nágrannajarða eða önnur nálæg mannvirki. Fuglavernd Íslands og Votlendissjóður hafa gert með sér samning um endurheimt votlendis í Friðlandinu Flóa í sveitarfélaginu Árborg. Landsvæðið er í eigu Árborgar. Markmið með fyrirhuguðum framkvæmdum er að skapa betra búsetuskilyrði fyrir fugla og á sama tíma binda kolefni.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkti umsókn um framkvæmdaleyfi, og lagði til við Bæjarstjórn Árborgar að umsókn yrði samþykkt, og skipulagsfulltrúa yrði falið að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012.
Svar

Sigurjón Vídalín Guðmundsson, S-lista tekur til máls og leggur fram eftirfarandi bókun:

Hér með leggja undirrituð til að staðfestingu á framkvæmdaleyfi vegna endurheimt votlendis í Friðlandi í Flóa verði frestað og Náttúrufræðistofnun Íslands verði fenginn til að vinna vistgerðarkort fyrir Friðland í Flóa með svohljóðandi bókun:
“Þrátt fyrir að undirrituð geri ekki athugasemdir við ávinning þess að loka gömlum skurðum með það í huga að endurheimta votlendi og binda kolefni þá er viðbúið að það geti haft margvísleg áhrif á vistkerfi svæðisins, ásýnd og landnýtingu til framtíðar.
Undirrituð telja að það sé nauðsynlegt fyrir framtíð svæðisins að fá Náttúrufræðistofnun Íslands til að vinna vistgerðarkort fyrir Friðland í Flóa og nálæg svæði sem yrði síðan grunnur fyrir sveitarfélagið til að taka upplýstar ákvarðanir um alla landnotkun og áætlanagerð, s.s. vegna náttúruverndar, skipulagsmála, mats á umhverfisáhrifum framkvæmda og náttúruvöktunar.
Undirrituð telja að með þessu sé unnt að koma í veg fyrir að mistök verði gerð þegar ákvarðanir verða teknar um framkvæmdir á svæðinu líkt og gerðist fyrir nokkrum árum þegar fyllt var uppí hluta af Stakkholtsósnum þar sem talið var að hann væri gamall skurður. Stakkholtsósinn er hins vegar náttúrulegt afrennsli af svæðinu og getið er um í Landnámu.

Arna Ír Gunnarsdóttir, bæjarfulltrúi S-lista
Sigurjón Vídalín Guðmundsson, bæjarfulltrúi S-lista
Álfheiður Eymarsdóttir, bæjarfulltrúi Á-lista
Arnar Freyr Ólafsson, bæjarfulltrúi B-lista
Gísli Guðjónsson, varabæjarfulltrúi B-lista


Bragi Bjarnason, D-lista, tekur til máls.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 11 atkvæðum að fresta afgreiðslu á framkvæmdaleyfi vegna endurheimts votlendis í Friðlandi í Flóa.