Vetrarþjónusta á vegum
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Bæjarráð nr. 139
17. febrúar, 2022
Annað
Fyrirspurn
Fulltrúi Vegagerðarinnar kemur inn á fundinn kl. 17:00.
Svar

Fulltrúi Vegagerðarinnar, Ágúst Sigurjónsson, kom á fund bæjarráðs og gerði skýra grein fyrir verklagi Vegagerðarinnar og forgangsröðun að því er varðar Hellisheiði, Þrengsli og Suðurstrandarveg. Samkvæmt því verklagi fara Þrengsli í fyrsta forgang ef Hellisheiði lokar og Suðurstrandarvegur ef Þrengslin loka.
Ágúst gerði einnig grein fyrir tímalínu þeirra óveðra og moksturs sem átt hafa sér stað undanfarnar tvær vikur. Það er augljóst að aðstæður hafa verið mjög erfiðar og hvert áfallið rekið annað.
Fjöldi fólks á Árborgarsvæðinu sækir ýmsa þjónustu, vinnu og nám til Reykjavíkur og einhver fjöldi höfuðborgarbúa sækir einnig þjónustu, vinnu og nám á Árborgarsvæðið. Ef Árborgarsvæðið ásamt höfuðborgarsvæðinu á að kallast að vera eitt atvinnu- og þjónustusvæði liggur í augum uppi að samgöngur innan þess svæðis þurfa að vera sem greiðastar. Þá er augljóst að vegna öryggis íbúa á Árborgarsvæðinu skiptir miklu að leiðin sé greið í þá þjónustu sem eingöngu Landspítalinn sinnir.
Bæjarráð hvetur Vegagerðina til að koma á framfæri við almenning lýsingu á því sem gengið hefur á undanfarnar tvær vikur og tímalínuna sem að því lítur. Jafnframt hvetur bæjarráð Vegagerðina til að draga af þessu allan þann lærdóm sem hægt er svo gera megi betur í illviðrum framtíðarinnar. GestirÁgúst Sigurjónsson - 17:00