Húsnæði Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Bæjarráð nr. 139
17. febrúar, 2022
Annað
Fyrirspurn
Bókun frá 41. fundi fræðslunefndar frá 9. febrúar sl. þar sem fram kemur að fræðslunefnd leggi ríka áherslu á að húsnæðismál Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri fái farsæla lausn sem allra fyrst. Afar mikilvægt er að vinna að lausn málsins í samstarfi við nemendur, starfsfólk, foreldra og samfélagið allt.
Svar

Bæjarráð samþykkir að fá RR ráðgjöf til að leiða samráðsferli vegna framtíðar skólahúsnæðis Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri. Þetta samráðsferli hefjist með skólaþingi þann 8. mars næstkomandi, en í framhaldi þess fari fram frekara samráð og úrvinnsla.
Samhliða þessari vinnu er verið að vinna að tímabundinni lausn sem nýst getur frá næsta hausti.

Gunnar Egilsson, D-lista, leggur til að fram fari kostnaðarmat á hugsanlegri viðgerð á skólanum sem nú er á Eyrarbakka. Sú kostnaðaráætlun getur nýst til ákvarðanatöku um húsnæði skólans.
Bæjarráð samþykkir að vísa tillögu Gunnars Egilssonar til skoðunar í eigna- og veitunefnd eins fljótt og verða má.