Lántökur 2022
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 1 ári síðan.
Bæjarstjórn nr. 8
2. nóvember, 2022
Annað
Fyrirspurn
Lagt er til við bæjarstjórn að veitt verði heimild til stækkunar á skuldabréfaflokki ARBO 31 GSB.
Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Árborgar veitir hér með heimild til stækkunar á sjálfbærum verðtryggðum skuldabréfaflokki ARBO 31 GSB um allt að 2.000.000.000 kr. að nafnvirði. Vaxtakjör munu ráðast í útboði.
Þann 10. júní 2021 samþykkti bæjarráð eftirfarandi:
Bæjarráð samþykkir tilboð að nafnvirði 1.400 m.kr. á ávöxtunarkröfunni 1,35% í nýjan sjálfbæran verðtryggðan skuldabréfaflokk ARBO 31 GSB. Jafnframt samþykkir bæjarráð að heildarútgáfuheimild skuldabréfaflokksins verði opin og getur bæjarstjórn Árborgar þá veitt heimild til frekari stækkun á skuldabréfaflokknum í framtíðinni.
Svar

Fjóla St. Kristinsdóttir, bæjarstjóri og Arnar Freyr Ólafsson, B-lista taka til máls
Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 11 atkvæðum.