Móttaka flóttafólks
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 1 ári síðan.
Bæjarstjórn nr. 8
2. nóvember, 2022
Annað
Fyrirspurn
Tillaga frá 3. fundi félagsmálanefndar, liður 2. Móttaka flóttafólks. Kynning á nýjum samningi v. móttöku flóttamanna Félagsmálanefnd lagði áherslu á að við samningsgerð yrði hugað að kostnaði við skóla- og frístundaþjónustu svo hægt væri að veita heildrænan stuðning við farsæla aðlögun barna. Félagsmálanefnd fól deildarstjóra félagsþjónustu að vinna áfram að samningi og að leggja svo samninginn fyrir bæjarstjórn til samþykktar.
Lagt er til að bæjarstjórn samþykki samninginn og feli sviðstjóra að undirrita samninginn.
Svar

Helga Lind Pálsdóttir, D-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista og Arnar Freyr Ólafsson, B-lista taka til máls.
Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 11 atkvæðum.