Deiliskipulagsbreyting - Engjaland 2-4
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 1 viku síðan.
Skipulags og byggingarnefnd nr. 85
12. janúar, 2022
Annað
Fyrirspurn
Kjartan Sigurbjartsson f.h. lóðareigenda leggur fram óverulega breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðirnar Engjaland 2 og 4, Selfossi. Breytingin felur í sér hækkun um eina hæð þannig að heimilt verði að byggja 4 hæða hús í stað 3 hæða á lóðunum. Einnig er óskað eftir fjölgun íbúða á hvorri lóð um 2 íbúðir. Megin ástæða hækkunar er að gert verður ráð fyrir að koma fyrir bílgeymslu á hluta af 1 hæð húsanna.
Svar

Skipulags- og byggingarnefnd óskar eftir því að unnin verði skuggavarpsgreining fyrir nálægar fasteignir. Einnig óskar nefndin eftir því að að tilgangur breytingar verði settur skýrar fram í greinargerð deiliskipulags og skilmálar skýrðir.