Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Tryggvagata 32
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Skipulags og byggingarnefnd nr. 86
26. janúar, 2022
Annað
Fyrirspurn
Mál áður á dagskrá skipulags- og byggingarnefndar 29.12.2021. Vegna umsóknar Guðjóns Sigfússonar fyrir hönd Wojciech Widenski og Maria Widenska þar sem sótt var um leyfi fyrir breytingum innanhús og breyttri notkun. Breytingin felst í að innrétta sólbaðsstofu yfir bílskúr þar sem áður var geymsla. Brunahólfun er breytt til samræmis við áformaða notkun. Gildandi deiliskipulag íbúðabyggðar liggur ekki fyrir. Grenndarkynning hefur farið fram og var gefinn frestur til 26.1.2022 til athugasemda. Borist hafa athugasemdir frá tveimur húseigendum vegna málsins, þar sem áformum um rekstur sólstofu á efrihæð hússins, er harðalega mótmælt.
Svar

Skipulags- og byggingarnefnd fer yfir innkomnar athugasemdir. Í ljósi innkominna athugasemda sem meðal annars bárust frá eiganda hluta húsnæðis nr. 32 við Tryggvagötu, leggur skipulags- og byggingarnefnd til við byggingarfulltrúa að umsókn um breytingar innanhúss og breytta notkun hluta húsnæðis verði hafnað.

800 Selfoss
Landnúmer: 162829 → skrá.is
Hnitnúmer: 10061962