Deiliskipulagstillaga
Nabbi
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Skipulags og byggingarnefnd nr. 91
23. mars, 2022
Annað
Fyrirspurn
Tekin til afgreiðslu eftir auglýsingu deiliskipulagstillaga sem nær yfir lóðina Nabbi 3 (L232497) sem er 14225,4 m2 að stærð. Lóðin er staðsett í Sveitarfélaginu Árborg, í Sandvíkurhreppi hinum forna. Á lóðinni stendur til að byggja frístundahús og gestahús. Deiliskipulagið er í samræmi við gildandi aðalskipulag Árborgar 2010-2030,skilgreint sem landbúnaðarsvæði. Skipulagstillagan var auglýst frá 22.12.2021 - 2.2.2022 og bárust engar athugasemdir. Vegagerðin bendir á í umsögn sinni dags. 21.2.2022, að bil milli vegtenginga á Kaldaðarnesvegi skuli að lágmarki vera 200m.
Svar

Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir tillögu að deiliskipulagi fyrir Nabba 3 og leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt og send Skipulagsstofnun til yfirferðar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

801 Selfoss
Landnúmer: 166201 → skrá.is
Hnitnúmer: 10117982