Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Eyrargata 21
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 1 ári síðan.
Skipulags og byggingarnefnd nr. 82
1. desember, 2021
Annað
Fyrirspurn
Aðalbjörn Jóakimsson sækir um byggingarleyfi til að byggja einbýlishús á lóðinni Eyrargata 21, Eyrarbakka. Byggingarleyfisumsókn var grenndarkynnt og var frestur til að skila athugasemdum til 17. nóvember 2021. Ein athugasemd barst, auk umsagnar Hverfisráðs Eyrarbakka.
Svar

Skipulags- og byggingarnefnd fer yfir innkomna athugasemd og umsögn vegna byggingarleyfisumsóknar. Nefndin tekur undir þau megin atriði sem þar koma fram að æskilegt sé að umrædd bygging verði í meira samræmi við byggðina á Eyrarbakka. Nefndin hafnar því fyrirliggjandi umsókn um byggingarleyfi og beinir því til umsækjanda að endurhanna byggingunna m.t.t núverandi byggðar í nágrenni lóðarinnar á Eyrarbakka og í samræmi við verndarsvæði í byggð í samræmi við fyrirliggjandi umsögn.

820 Eyrarbakki
Landnúmer: 165924 → skrá.is
Hnitnúmer: 10053793