Fyrirspurn um breytingu á skipulagi - Móstekkur 14-16
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Skipulags og byggingarnefnd nr. 87
9. febrúar, 2022
Annað
Fyrirspurn
Mál áður á dagskrá skipulags- og byggingarnefndar 3.11.2021: Lögð er fram önnur/þriðja tillaga að óverulegri breytingu á gildandi deiliskipulagi íbúðabyggðar í landi Bjarkar (Björkurstykkis), vegna lóðarinnar Móstekkur 14-16. Ný tillaga gerir ráð fyrir að byggingarreitur sé færður til á lóðinni og heimilt verði að byggja eina samhangandi byggingu í stað tveggja áður og íbúðum fjölgað úr 8 í 10 íbúðir. Bílastæði á lóð verð allt að 16/19. Breytingin kemur til vegna sérstakrar lögunar lóðar.
Svar

Skipulags- og byggingarnefnd felur skipulagsfulltrúa að ganga frá endanlegri tillögu í samvinnu við skipulagshöfund. Gera þarf skýrari grein fyrir fjölda bílastæða ásamt því að skilgreina nýtingarhlutfall lóðarinnar.