Deiliskipulagsbreyting - Larsenstræti
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 40
20. október, 2021
Annað
Fyrirspurn
Erindi frá 78. fundi skipulags- og byggingarnefndar, frá 6. október, liður 4. 2107151 - Deiliskipulagsbreyting - Larsenstræti Húsasmiðjan ehf. óskaði eftir því að gerð yrði breyting á deiliskipulagi fyrir Larsenstræti. Tillagan gerði ráð fyrir að lóðir nr. 4, 6, 8, 10, 12 og 14 yrðu sameinaðar í eina lóð. Aðkoma að lóðunum yrði sem fyrr frá Larsenstræti en einnig yrði gert ráð fyrir aðgangsstýrðri aðkomu að sameinaðri lóð frá Gaulverjabæjarvegi. Sú tenging var einungis hugsuð fyrir þungaflutninga og stórar flutningabifreiðar og ekki ætluð almennri umferð. Erindið var áður tekið fyrir á fundi skipulags- og byggingarnefndar þann 11. ágúst, þar sem afgreiðslu var frestað óskað frekari gagna. Skipulags- og byggingarnefnd lagði til við bæjarstjórn að tillagan yrði samþykkt til auglýsingar í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Svar

Gunnar Egilsson, D-lista, Tómas Ellert Tómasson, M-lista, Gísli H. Halldórsson, bæjarstjóri taka til máls.
Eggert Valur Guðmundsson, S-lista tekur til máls og óskar eftir að gert verði hlé á fundinum.
Hlé gert á fundi kl. 18:07.
Fundi fram haldið kl. 18:23
Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt með 5 atkvæðum. Fjórir bæjarfulltrúar D-lista greiddu atkvæði á móti tillögunni.
Hlé gert á fundi kl. 18:25.
Fundi fram haldið kl. 18.35
Kjartan Björnsson, D-lista leggur fram eftirfarandi bókun:
Bæjarfulltrúar D-lista gera ekki athugasemdir við uppbyggingu fyrirtækja í Sveitarfélaginu Árborg heldur þvert á móti fagna því. Þegar gerðar eru stórvægilegar breytingar á deiliskipulagi sem áður hefur verið lagður mikill kostnaður í samanber gatnagerð, lagnir ofl er eðlilegt að aðili sem óskar breytinga á skipulaginu beri sjálft kostnað af þeim breytingum en ekki Sveitarfélagið. Um getur verið að ræða stórfelldar fjárhæðir. Það er hlutverk okkar kjörinna fulltrúa að gæta hagsmuna Sveitarfélagsins.

Gunnar Egilsson, Kjartan Björnsson, Brynhildur Jónsdóttir og Sveinn Ægir Birgisson bæjarfulltrúar D-lista.

Forseti bæjarstjórnar óskar eftir að bæjarstjóri taki saman minnisblað um málið.