Samkomulag um Austurbyggð II
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 1 ári síðan.
Bæjarstjórn nr. 6
5. október, 2022
Annað
Fyrirspurn
Fagraland ehf. hefur óskað eftir undanþágu frá samningi félagsins og Sveitarfélagsins Árborgar frá 9. september 2021, varðandi lokaúttekt og afhendingu byggingarlóða, samninga við veitufyrirtæki og framlagningu tímaáætlana, og reglum Árborgar um byggingarhæfi lóða, vegna nánar tilgreindra lóða við Hæðarland, Selfossi. Um er að ræða lóðirnar Hæðarland 10-16, 24-30 og 32-42.
Svar

Lagt er til að Sveitarfélagið Árborg samþykki beiðni félagsins varðandi framangreint vegna þriggja lóða í landi Dísarstaða 2, nánar tiltekið, lóðirnar Hæðarland 10-16, 24-30 og 32-42 enda er Fagraland ehf. í samningaviðræðum við Selfossveitur og sveitarfélagið um áfangaskiptinu framkvæmda vegna m.a. framangreindra lóða í landi Dísastaða 2.

Bragi Bjarnason, D-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, Arnar Freyr Ólafsson, B-lista og Sigurjón V. Guðmundsson, S-lista taka til máls.


Hlé var gert á fundi kl. 17:47

Fundi fram haldið kl. 17:53

Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista leggur til að málinu verði frestað. Tillagan er borin undir atkvæði og felld með 6 atkvæðum D-lista gegn 5 atkvæðum Á-, S- og B-lista

Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt með 6 atkvæðum D-lista en bæjarfulltrúar Á-, S- og B- lista sitja hjá.

Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, Axel Sigurðsson, Á-lista, Arnar Freyr Ólafsson, B-lista og Bragi Bjarnason, D-lista gera grein fyrir atkvæði sínu.

Þórhildur Dröfn Ingvadóttir, varabæjarfulltrúi D-lista víkur af fundi og Fjóla St. Kristinsdóttir, bæjarstjóri tekur sæti.