Tillaga að deiliskipulagi
Heiðarbrún 6
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 1 ári síðan.
Bæjarstjórn nr. 6
5. október, 2022
Annað
Fyrirspurn
Bókun frá 8. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 27. september: Tillaga að deiliskipulagi - Heiðarbrún 6-6b - 1912054 Deiliskipulagstillaga fyrir lóðina Heiðarbrún 6-6b, hafði verið til meðferðar hjá Sveitarfélaginu Árborg. Bæjarstjórn Árborgar samþykkti þann 4.4.2022 tillögu að deiliskipulagi fyrir lóðin og að tillagan skyldi auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan var auglýst frá 13.4.2022, með athugasemdafresti til 25.5.2022. Athugasemdir bárust, þar sem byggingaráformum um byggingu parhúss á lóð var mótmælt, og þar með talið að hús skv. skuggavarpi væri helst til of hátt. Skipulags- og byggingarnefnd hafði tekið málið til afgreiðslu dags. 27.7.2022, eftir að auglýsingatíma lauk, og bókaði að athugasemdir teldust ekki þess eðlis að með byggingu parhúss á lóðinni Heiðarbrún 6-6b, sé gengið á rétt nágranna vegna skerðingar á útsýni eða annars. Bæjarráð staðfesti bókun skipulags- og byggingarnefndar á fundi dags. 28.7.2022. Komin er fram kæra til Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, á málsmeðferð deiliskipulagsins þar sem því er haldið fram að gögn sem nágrannar fengu sent vegna skuggavarps hafi verið röng. Nú hefur það verið staðfest að gögn sem send voru nágrönnum voru röng, þ.e. með heldur hærra og stærra húsi en því sem að endingu átti að leggja fram. Með vísan til þess að fyrri afgreiðsla byggði á röngum gögnum er lagt til að málið sé endurupptekið með vísan til 1. tl. 1. mgr. 24. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkti með vísan til 1. tl. 1. mgr. 24. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993, að málið yrði endurupptekið.
Svar

Bragi Bjarnason, D-lista tekur til máls.

Bæjarstjórn staðfestir samhljóða með 11 atkvæðum að málið verði endurupptekið.

Fjóla St. Kristinsdóttir, bæjarstjóri víkur af fundi undir lið nr. 9 og Þórhildur Dröfn Ingvadóttir varabæjarfulltrúi tekur sæti í hennar stað.