Nafn á nýtt hjúkrunarheimili á Selfossi
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 43
19. janúar, 2022
Annað
Fyrirspurn
Tillaga af 134. fundi bæjarráðs frá 20. desember sl., liður 11. Nafn á nýtt hjúkrunarheimili á Selfossi
Gert var ráð fyrir að starfsemi gæti hafist í nýju hjúkrunarheimili á Selfossi í febrúar næstkomandi. Því var orðið tímabært að sveitarfélagið veldi nafn á hjúkrunarheimilið.
Bæjarráð lagði til að nafnið Ljósheimar yrði nafnið á nýju hjúkrunarheimili enda ætti það sér sögulegan bakgrunn á Selfossi.
Svar

Kjartan Björnsson, D-lista, Gunnar Egilsson, D-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, Tómas Ellert Tómasson, M-lista og Gísli H. Halldórsson, bæjarstjóri taka til máls.

Forseti leggur til að sett verði af stað nafnasamkeppni um nafn á nýju hjúkrunarheimili á Selfossi.

Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.