Innritun leikskólabarna í Árborg
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 35
28. apríl, 2021
Annað
Fyrirspurn
Tillaga frá 32. fundi fræðslunefndar, frá 21. apríl, liður 7. Innritun leikskólabarna í Árborg.
Minnisblað sviðsstjóra o.fl. frá 14. apríl 2021 til kynningar.
Formaður lagði fram eftirfarandi tillögu:
Fræðslunefnd samþykkir samhljóða að leggja til við bæjarstjórn að laus pláss í Brimveri/Æskukoti og Álfheimum verði nýtt frá og með 1. ágúst nk. Um er að ræða pláss fyrir u.þ.b. 30 börn. Áætlaður kostnaður er um 29 milljónir króna sem kallar á viðauka við fjárhagsáætlun 2021. Þá verði fjórða deildin í Goðheimum opnuð um áramótin 2021/2022 og svo tvær deildir til viðbótar á árinu 2022. Þannig á að vera hægt að tryggja næg leikskólapláss í Árborg og gott betur fyrir þau börn sem eiga rétt á leikskólaplássi. Eins og fram kemur í minnisblaði sviðsstjóra o.fl. er nú þegar búið að tryggja öllum börnum leikskólapláss sem eru fædd í mars 2020 og fyrr.
Svar

Kjartan Björnsson, D-lista, Ari Björn Thorarensen, D-lista og Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista taka til máls.

Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.