Stækkun Svarfhólsvallar í 18 holu völl
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 35
28. apríl, 2021
Annað
Fyrirspurn
Tillaga frá 111. fundi bæjarráðs, frá 15. apríl, liður 4. Stækkun Svarfhólsvallar í 18 holu völl.
Samstarfssamningur milli Sveitarfélagsins Árborgar og Golfklúbbs Selfoss. Bæjarráð lagði til við bæjarstjórn að framlagður samningur yrði samþykktur og viðauki vegna hans. Bæjarstjóra er falið að undirrita samninginn.
Svar

Kjartan Björnsson, D-lista, Ari Björn Thorarensen, D-lista, Tómas Ellert Tómasson, M-lista og Eggert Valur Guðmundsson, S-lista taka til máls.

Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.