Óveruleg breyting á deiliskipulagi - Göngustígur
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 33
17. mars, 2021
Annað
Fyrirspurn
Tillaga frá 63. fundi skipulags- og byggingarnefndar, frá 10. mars sl., liður 13. Óveruleg breyting á deiliskipulagi - Göngustígur.
Óveruleg breyting á göngustíg. Tillagan fjallar um óverulega deiliskipulagsbreytingu á 4. áfanga Fosslands á Selfossi. Íbúðahverfið er í dag fullbyggt en um er að ræða smávægilega tilfærslu á göngustíg sem fer í gegnum opið grænt svæði sem kallast Flóðhólsflóð.
Skipulags- og byggingarnefnd lagði til við bæjarstjórn að farið yrði með breytinguna í samræmi við 2.mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og yrði hún grenndarkynnt. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkti að grenndarkynnt yrði fyrir eigendum eftirfarandi fasteigna: Kjarrmói 8,9,11 og 13, Starmói 16 og 17.
Svar

Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.