Hreinsistöð við Geitanes
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 1 ári síðan.
Bæjarráð nr. 5
28. júlí, 2022
Annað
Fyrirspurn
Á fundi eigna- og veitunefndar 6. júlí sl. var farið yfir gögn er vörðuðu fyrirhugað útboð í jarðvinni vegna nýrrar hreinsistöðvar við Geitanes og fól nefndin sviðsstjóra að bjóða út jarðvinnu vegna nýrrar hreinsistöðvar í samræmi við fyrirliggjandi gögn.
Útboðinu er lokið með eftirfarandi niðurstöðu:
Tilboð í verkið Útrás og jarðvinna hreinsistöðvar. Eftirfarandi tilboð bárust í verkið:
Þjótandi ehf 145.575.800 kr. - 62,8% af kostnaðaráætlun. Stórverk ehf 152.528.500 kr. - 65,8% af kostnaðaráætlun. Borgarverk ehf 167.234.000 kr. - 72,1% af kostnaðaráætlun. Gröfutækni ehf 179.892.500 kr. - 77,5% af kostnaðaráætlun.
Kostnaðaráætlun 231.980.000 kr. öll verð með vsk.
Lagt er til við bæjarráð að fela sviðsstjóra að ganga til samninga við lægstbjóðanda svo fremi sem hann uppfylli kröfur útboðsgagna.
Svar

Bæjarráð samþykkir samhljóða að fela sviðsstjóra að ganga til samninga við lægstbjóðanda svo fremi sem hann uppfylli kröfur útboðsgagna.