Framkvæmdaleyfisumsókn - Endurnýjun stofnlagnar
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 1 ári síðan.
Bæjarráð nr. 5
28. júlí, 2022
Annað
Fyrirspurn
Selfossveitur bs, óska eftir framkvæmdaleyfi vegna endurnýjunar hitaveitustofnlagnar sem liggur frá hringtorginu við Víkurheiði að væntanlegri dælustöð hitaveitu við Eyði-Mörk 3. Nú í sumar er gert ráð fyrir að endurnýja alls 420 m. Þvermál nýju stofnlagnarinnar verður DN 300 og lítilsháttar hliðrun verður á lagnastæði stofnlagnarinnar. Sótt hefur verið um leyfi Vegagerðarinnar um lagningu stofnlagnarinnar á vegsvæði. Frágangur yfirborðs verður með svipuðu sniði og nú er. Framkvæmdatími er áætlaður síðsumars 2022.
Málið var tekið fyrir á 3. fundi, skipulags- og byggingarnefndar, 27. júlí.
Svar

Bókun 3. fundar skipulags- og byggingarnefndar:

Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir umsókn um framkvæmdaleyfi, og leggur til við Bæjarráð Árborgar að umsókn verði samþykkt, og skipulagsfulltrúa verði falið að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012.

Bæjarráð samþykkir samhljóða framkvæmdaleyfi vegna endurnýjunar hitaveitustofnlagnar sem liggur frá hringtorginu við Víkurheiði að væntanlegri dælustöð hitaveitu við Eyði-Mörk 3 og felur skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012.