Deiliskipulagsbreyting - Miðbær Selfoss
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Skipulags og byggingarnefnd nr. 72
30. júní, 2021
Annað
Fyrirspurn
Í bréfi dagsettu 23. júní 2021, gerir Skipulagsstofnun athugasemdir við að sveitarfélagið birti auglýsingu um gildistöku deiliskipulagsbreytingarinnar í b-deild stjórnartíðinda.
Svar

Í samræmi við 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, tekur skipulags- og byggingarnefnd athugasemdir Skipulagsstofnunar til umræðu. Brugðist hefur verið við öllum athugasemdum stofnunarinnar með óverulegri breytingu á greinargerð og uppdrætti deiliskipulagsbreytingarinnar. Yfirlit yfir viðbrögð við athugasemdum Skipulagsstofnunar er sett fram í minnisblaði-210628, dags. 28. júní 2021. Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt og send Skipulagsstofnun að nýju til yfirferðar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.