Reglur um styrki til nema í leikskólakennarafræðum í Árborg
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 32
17. febrúar, 2021
Annað
Fyrirspurn
Tillaga frá 29. fundi fræðslunefndar, frá 27. janúar sl., liður 1. Reglur um styrki til nema í leikskólakennarafræðum í Árborg. Farið var yfir helstu breytingar sem höfðu verið gerðar frá síðasta fundi. Samþykkt var að bæta við 4. grein eftirfarandi setningu: Gert er ráð fyrir að starfsmaður sem fær námsstyrk geri samkomulag við sveitarfélagið um lágmarks starfstíma að námi loknu.
Fræðslunefnd samþykkti þessar reglur með viðbót við 4. grein og mælti með að bæjarstjórn samþykkti þær einnig.
Svar

Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista tekur til máls.

Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.