Breyting á reglum um lóðaúthlutun
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 32
17. febrúar, 2021
Annað
Fyrirspurn
Eftirfarandi breytingar eru lagðar til:
Í I. hluta (Almennar reglur) er kveðið á um það að allar umsóknir skulu berast í gegnum vefinn, Mín Árborg.
Í 6. gr. (Lóðir undir raðhús, parhús og fjölbýlishús) eru orðin "að jafnaði" tekin út í a. lið. Þá er kveðið á um það að lögaðilar með ÍSAT atvinnugreinaskráningu eigi jafnan rétt og einstaklingar á að sækja um parhús. Í 2. mgr. 6. gr. er bætt við að hjón, sambýlisfólk eða starfsmenn lögaðila skoðist sem sami umsóknaraðilinn þegar sótt er um lóðir skv. a. og b. lið.
Í 9. gr. er kveðið á um bæjarráð en ekki bæjarstjórn geti ákveðið að lóð eða byggingaréttur sé boðinn út.
Í 10. gr. segir að við úthlutun allra lóða, ekki bara íbúðarlóða skuli frestur til að hefja framkvæmdir vera 8 mánuðir.
Loks er í b. lið 14. gr. kveðið á um að lokið skuli við að steypa sökkla fyrir mannvirki, í stað íbúðarhúss og bílskúrs, eftir því sem við á.
Svar

Ari B. Thorarensen, D-lista tekur til máls.

Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.