Tillaga frá UNGSÁ um úttektir og skráningu á fasteignum í sveitarfélaginu Árborg.
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 27
16. september, 2020
Annað
Fyrirspurn
Ungmennaráð Árborgar leggur til að gerð verði betri skil á úttektum á fasteignum í sveitarfélaginu og unnið verði markvisst að því að húsnæði sé rétt skráð.
Úttektir á húsnæði og nýbyggingum á Íslandi á að gera samkvæmt reglugerðum. Í Árborg eru ýmsar brotlamir sem betur mætti fara. Á nýjum vef sveitarfélagsins arborg.is er gagnagrunnur sem heitir landupplýsingavefur. Þar er hægt að sjá úttektir og byggingarstig húsnæðis í sveitarfélaginu. Það á að vera hægt að taka mark á opinberum gögnum en það hefur komið í ljós að þessi gögn reynast ekki alltaf rétt. Margar eldri eignir eru ekki komnar með lokaúttekt þrátt fyrir að þær séu komnar til ára sinna sem eðlilegt er. Það eru margar eignir sem eru komnar á byggingarstig 7 þrátt fyrir að lokaúttekt hafi ekki farið fram og eiga þær ekki að komast á það stig nema að lokaúttekt hafið farið fram hjá byggingarstjóra og byggingarfulltrúa sveitarfélagsins. Til eru úttektir sem fram hafa farið hjá byggingarfulltrúa sveitarfélagsins óviðunandi og standast ekki kröfur, verklag eða reglugerðir. Þetta er alvarlegt ástand og varhugavert fyrir sveitarfélagið með það sjónarmið að sveitarfélagið ber ábyrgð á að farið sé eftir verkferlum og vinnulagi og með því að koma í veg fyrir þann skaða sem slæm vinnubrögð geta haft í för með sér t.d. ef til skaðabóta skildi koma. Þetta getur einnig orðið til þess að sveitarfélagið verður af tekjum því ef eignir eru ekki rétt skráðar þá eru fasteignagjöldin lægri en þau ættu að vera. Breytum okar málum og gerum sveitarfélagið okkar öflugra, betra og betur í stakk búið fyrir stækkun og komandi fólksflutninga til okkar.
Svar

Ólafía Ósk Svanbergsdóttir tók til máls f.h. ungmennaráðs.

Að loknum umræðum samþykkir bæjarstjórn samhljóða að vísa tillögunni til skipulags- og byggingarnefndar.