Viðauki við fjárhagsáætlun 2020 - Viðauki 9
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 27
16. september, 2020
Annað
Fyrirspurn
Tillaga frá 84. fundi bæjarráðs frá 27. ágúst sl., liður 6. Spálíkan um mannfjölgun og fjárhagsáætlunargerð Tilboð frá Talnakönnun hf, dags. 21. ágúst. Bæjarstjóri telur mikilvægt að sveitarfélagið fái í hendur öflugt tól til að spá fyrir um framtíðarþarfir; fólksfjölgun, stöðugildaþörf, tekjur og útgjöld sveitarfélagsins. Gríðarmikil íbúafjölgun gerir það áríðandi að sjá fyrir þarfir í mönnun og þjónustu. Meðfylgjandi er tilboð frá Talnakönnun sem bæjarstjóri hafði óskað eftir á fundi með fyrirtækinu. Í fjárhagsáætlun eru til 1,5 m.kr. auk 0,5 m.kr. í móttöku erlendra gesta sem færa má á milli liða í viðaukagerð, en alls er um að ræða kostnað upp á 2,5 m.kr. --------------------------------------------- Afgreiðslur nefnda í tengslum við þessa viðauka:
Lagt er til að tilboði Talnakönnunar verði tekið. Bæjarráð samþykkir tillöguna en óskar eftir að unninn verði viðauki fyrir því sem upp á vantar og lagður fyrir bæjarstjórn til samþykktar.
Tillaga frá 30. fundi eigna- og veitunefndar frá 9. september sl., liður 6. Fjárfestingaráætlun 2020-2020. Nefndin leggur til við bæjarstjórn að samþykkja hjálagðan viðauka vegna endurskoðunar og breytinga á fjárfestingaráætlun ársins 2020.
65. fundur bæjarráðs, 27. febrúar sl.: Bæjarráð samþykkir að gerður verði ótímabundinn leigusamningur með 6 mánaða uppsagnarfresti vegna húsnæðis undir starfsemi Tónlistarskóla Árnesinga að Eyrarvegi 15.
Svar

Viðauki nr. 6, 2020 var borinn undir atkvæði og samþykktur með fimm atkvæðum. Fjórir fulltrúar D-lista sitja hjá.