Framfaravog sveitarfélaganna - úrvinnsla niðurstaðna 2019
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 25
10. júní, 2020
Annað
Fyrirspurn
Lagt er til að Sveitarfélagið Árborg haldi áfram þátttöku í verkefninu „Framfaravog sveitarfélaga“ út árið 2021 þannig að móta megi markmið og aðgerðaáætlun, vinna með nokkrar vel valdar aðgerðir og fá raunhæfan samanburð milli ára. Markmið verkefnisins er aukin velferð með framúrskarandi þjónustu.
Kostnaður af þátttökunni er kr. 1.800.000- án/vsk. vegna ársins 2020 og leggja undirritaðir til að bæjarstjórn Árborgar samþykki viðauka við fjárhagsáætlun 2020 til að tryggja þátttöku Árborgar í verkefninu.
Í meðfylgjandi minnisblaði er greinargerð um tillöguna.
Svar

Gísli H. Halldórsson, bæjarstjóri, Tómas Ellert Tómasson, M-lista, Brynhildur Jónsdóttir, D-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, Ari B. Thorarensen, D-lista, Sveinn Ægir Birgisson, D-lista og Sigurjón V. Guðmundsson, Á-lista tóku til máls.

Tillaga um að þáttaka í verkefninu "Framfaravog sveitarfélaga" út árið 2021 og að samþykktur verði viðauki við fjárhagsáætlun 2020 var borin undir atkvæði og samþykkt með 5 atkvæðum. 4 bæjarfulltrúar D-lista sátu hjá.