Umhverfisstefna
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 25
10. júní, 2020
Annað
Fyrirspurn
Tillaga frá 11. fundi umhverfisnefndar, frá 6. maí sl. liður 2. Ábendingar og athugasemdir sem bárust nefndinni frá íbúum Árborgar teknar fyrir í nefndinni áður en umhverfisstefnan verður lögð fyrir til umræðu og samþykktar í bæjarstjórn.
Formaður umhverfisnefndar leggur til að hann ásamt deildarstjóra framkvæmda- og tæknideildar fari yfir tímasetningar í drögum að umhverfisstefnunni og að tímasetningar í drögunum verði miðaðar við framkvæmdar og fjárfestingaráætlanir Sveitarfélagsins Árborgar.
Umhverfisnefnd vísar umhverfisstefnunni til bæjarstjórnar til staðfestingar.
Svar

Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, Tómas Ellert Tómasson, M-lista, Sveinn Ægir Birgisson, D-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, Ari B. Thorarensen, D-lista, Brynhildur Jónsdóttir, D-lista, Kjartan Björnsson, D-lista, Sigurjón Vídalín Guðmundsson, Á-lista og Gísli H. Halldórsson, bæjarstjóri tóku til máls.

Umhverfisstefna Árborgar var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.