Ákvörðun ráðherra - starfhæfi sveitarstjórna og auðvelda ákvörðunartöku við stjórn sveitarfélaga Covid19
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 34
14. apríl, 2021
Annað
Fyrirspurn
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur auglýst ákvörðun sína frá 30. mars síðastliðnum um heimild til notkunar á fjarfundarbúnaði á fundum sveitarstjórna og nefnda sveitarfélaga. Er ákvörðunin í samræmi við breytingar á sveitarstjórnarlögum sem samþykktar voru af Alþingi á liðnu ári.
Auglýsing um ákvörðun ráðherra var birt í B-deild Stjórnartíðinda 31. mars 2021.
Forseti leggur til að bæjarstjórn samþykki að heimila áfram fjarfundi bæjarstjórnar og nefnda og ráða Sveitarfélagsins Árborgar í samræmi ákvörðun ráðherra.
Svar

Ari B. Thorarensen, D-lista og Gunnar Egilsson, D-lista taka til máls.

Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.