Skýrsla Grant Thornton vegna úttektar
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 21
18. mars, 2020
Annað
Fyrirspurn
Fyrirspurn frá D-lista um mál nr. 14 á 20. fundi bæjarstjórnar Hvar er málið statt í kerfinu? er verið að vinna í því?
Svar

Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, las upp fram eftirfarandi minnisblað Helgu Maríu Pálsdóttur bæjarritara:

Á 20. bæjarstjórnarfundi Sveitarfélagsins Árborgar, dags. 19. febrúar sl. var samþykkt að ráðast í óháða úttekt á nokkrum nánar tilgreindum framkvæmdum, sem sveitarfélagið hefur ráðist í á undanförnum árum. Þannig verði skoðað ferli mála við undirbúning, hönnun og framkvæmd.
Bæjarstjóri fól bæjarritara að hefja undirbúning að útfærslu og tilhögun úttektarinnar þannig að útkoman og vinnan verði sem hagkvæmumst og skili niðurstöðum sem nýtast sveitarfélaginu til framtíðar. Búið er að leita ráðgjafar hjá sérfræðingum á sviði endurskoðunar, sem telja að mest vinna muni fara fram innan stjórnsýslunnar við að afla upplýsinga, sem er að finna í skjala- og málakerfi sveitarfélagsins, þannig sé minni vinna við tölulegar upplýsingar. Í því ljósi og eftir skoðun á málinu telur undirrituð að farsælast væri að fá til vinnunar aðila sem sérhæfir sig á sviði stjórnsýsluúttekta og þekkir vel til starfssemi sveitarfélaga
Í ljósi atburða síðustu vikna hefur vinnan ekki farið jafn hratt af stað og undirrituð hefði viljað, þar sem í forgangi hefur verið vinna við undirbúning vegna fyrirhugaðra verkfalla og aðgerðaáætlana og útfærslna á starfssemi sveitarfélagsins á tímum heimsfaraldrar. Hins vegar ætti á næstu vikum að vera hægt að byrja að leita verðtilboða hjá aðilum sem sérhæfa sig í stjórnsýsluúttektum.

Virðingarfyllst,
Helga María Pálsdóttir, bæjarritari.

Gunnar Egilsson, D-lista, Kjartan Björnsson, D-lista, Eggert Valur Guðmundsson, S-lista og Ari Björn Thorarensen, D-lista, tóku til máls.