Aðalskipulagsbreyting í landi Jórvíkur og Bjarkar
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 21
18. mars, 2020
Annað
Fyrirspurn
Tillaga frá 39. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 26. febrúar sl., liður 6. Aðalskipulagsbreyting í landi Jórvíkur og Bjarkar, skipulagið hefur verið auglýst og engar athugasemdir borist. Tillagan var lögð undir atkvæði. Fulltrúar D-lista lögðu fram eftirfarandi bókun: "Fulltrúar D-lista lýsa sig andsnúna stækkun á aðalskipulagi í landi Jórvíkur. Aðalskipulag Árborgar er í endurskoðun og engin þörf á stækkun á aðalskipulagi til íbúðabygginga fyrr en heildarendurskoðun á aðalskipulagi hefur verið framkvæmd. Einnig er reiðvegi hent út úr aðalskipulaginu án samráðs við hestamannafélagið Sleipnir."
Lagt er til við bæjarstjórn að aðalskipulagsbreytingin verði samþykkt.
Svar

Sigurjón Vídalín Guðmundsson, Á-lista, Ari Björn Thorarensen, D-lista, Gunnar Egilsson, D-lista og Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tóku til máls.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt með 5 atkvæðum, 3 bæjarfulltrúar D-lista voru á móti, Kjartan Björnsson, D-lista sat hjá.


Ari Björn Thorarensen lagði fram eftirfarandi bókum bæjarfulltrúa D-lista:
Fulltrúar D-lista lýsa sig andsnúna stækkun á aðalskipulagi í landi Jórvíkur. Aðalskipulag Árborgar er í endurskoðun og engin þörf á stækkun á aðalskipulagi til íbúðabygginga fyrr en heildarendurskoðun á aðalskipulagi hefur verið framkvæmd. Einnig er reiðvegi hent út úr aðalskipulaginu án samráðs við hestamannafélagið Sleipnir." Viktor Pálsson, varabæjarfulltrúi, S-lista, vék af fundi og inn kom Arna Ír Gunnarsdóttir, bæjarfulltrúi, S-lista.