Álit um brot á siðareglum
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 17
20. nóvember, 2019
Annað
Fyrirspurn
Minnisblað vegna meintra brota á siðareglum frá bæjarlögmanni.
Svar

Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, Gunnar Egilsson, D-lista, Ari Björn Thorarensen, D-lista og Tómas Ellert Tómasson, M-lista tóku til máls.

Eggert Valur Guðmundsson, S-lista lagði fram eftirfarandi bókun:
Það er dapurlegt að verða vitni að því að kjörnir fulltrúar skuli á opinberum vettvangi, reyna koma höggi á aðra kjörna fulltrúa með ummælum sem standast ekki skoðun. Það er einnig dapurlegt að það þurfi að leggja fram álit bæjarlögmanns um að málflutningur bæjarfulltrúana Gunnars Egilssonar og Ara B Thorarensen í garð bæjarfulltrúa Tómasar Ellerts Tómassonar á bæjarstjórnarfundi þann 12 aprí s.l hafi verið órökstuddur enda ósannur skv þeim gögnum sem liggja fyrir. Það er mat bæjarlögmanns að ummæli bæjarfulltrúana Gunnars Egilssonar og Ara B Thorarensen á umræddum fundi, hefðu verið tilkomin til þess að kasta rýrð á heilindi bæjarfulltrúa Tómasar Ellerts Tómassonar, og í því ljósi býsna alvarleg. Það er eðlilegt að í pólítískri umræðu takist fólk á um málefni sveitarfélagsins, en það breytir því ekki að kjörnum fulltrúum ber að sýna hver öðrum lágmarksvirðingu i opinberi umræðu. Það er skoðun undirritaðs að það hafi því miður ekki verið gert í þessu máli.