Útflutningur á sorpi til brennslu
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 17
20. nóvember, 2019
Annað
Fyrirspurn
Afgr. frá 52. fundi bæjarráðs frá 7. nóvember. Lagður var fram samningur um móttöku á almennum blönduðum úrgangi til orkuendurvinnslu. Samningurinn tekur gildi við undirritun og er ótímabundinn og uppsegjanlegur af hálfu beggja aðila með 6 mánaða fyrirvara. Bæjarráð samþykkir samninginn fyrir sitt leyti. Lagt er til við bæjarstjórn að samþykkja samninginn.
Svar

Ari Björn Thorarensen, D-lista og Gísli H. Halldórsson, bæjarstjóri tóku til máls.
Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.