Tillaga frá UNGSÁ um sundtíma í grunnskólum
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 15
18. september, 2019
Annað
Fyrirspurn
Ungmennaráð Árborgar leggur til að sundtímar í grunnskólum verði tvöfaldar kennslustundir.
Svar

Ólafía Ósk Svanbergsdóttir lagði fram eftirfarandi tillögu frá ungmennaráði:

Ungmennaráð Árborgar leggur til að sundtímar í grunnskólum verði tvöfaldar kennslustundir.
- Hingað til hafa margir nemendur, þá sérstaklega úr Sunnulækjarskóla og BES, misst dýrmætan tíma úr námi vegna rútuferða til og frá skólasundi. Dæmi er úr Sunnulækjarskóla um nemendur sem þurftu að fara 5 mínútum fyrr úr tíma fyrir sund og mættu síðan hálftíma of seint í tímann eftir það. Þetta gera allt að 35 mínútur á viku.
- Með tvöföldun tímanna verða þeir markvissari og skila þar með betri árangri. Til að láta þetta ganga upp í stundatöflu þá geta lífsleiknitímar verið tvöfaldir á móti. Annað hvort sem aðra hverja viku á móti sundtímunum eða aðra hverja önn.
- Samkvæmt kennurum sem kenndu fagið sem var eftir sundtíma í Sunnulækjarskóla fengu stelpur töluvert hærri einkunnir í því fagi. Þessi munur sást ekki í öðrum fögum.

Að loknum umræðum samþykkir bæjarstjórn samhljóða að vísa tillögunni til fræðslunefndar.