Eigna- og veitunefnd - 5
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Bæjarráð nr. 39
20. júní, 2019
Annað
Fyrirspurn
5. fundur haldinn 12. júní.
Svar

Bæjarráð tekur undir áskorun eigna- og veitunefndar til Vegagerðarinnar í 3ja lið fundargerðar þar sem Eigna- og veitunefnd skorar á Vegagerðina að hefja sem fyrst framkvæmdir við gerð hringtorgs, auk undirganga fyrir gangandi vegfarendur, við gatnamót Eyravegar og Suðurhóla á Selfossi. Vegna mikillar fjölgunar íbúa á Selfossi og þá sérstaklega í Hagalandi hefur umferð aukist verulega um þessi gatnamót sem í dag eru krossgatnamót. Að auki mun uppbygging í Björkurstykki hefjast í haust með enn frekari aukningu umferðar um Eyraveg og Suðurhóla.

Ástand Austurvegar og Eyravegar er slæmt og aðkallandi er að Vegagerðin fari í gagngerar endurbætur á götunum og bæti þar umferðaröryggi. Umferð um Austurveg hefur stóraukist síðustu ár þar sem skapast oft á tíðum stórhætta fyrir gangandi og hjólandi umferð.