Bygging leikskóla við Engjaland 21
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Bæjarráð nr. 59
9. janúar, 2020
Annað
Fyrirspurn
Tillaga frá 16. fundi eigna- og veitunefndar, frá 8. janúar um tilboð sem bárust í byggingu leikskólans við Engjaland.
Eftirfarandi tilboð bárust í byggingarvinnu: Þ.G. Verktakar ehf. 798.983.917 ISK 114,8% Eykt ehf. 742.323.962 ISK 106,7% H.K. Verktakar ehf. 787.722.743 ISK 113,2% H.K. Verktakar ehf. - Frávikstilboð 744.831.266 ISK 107,1% Íslenskir aðalverktakar ehf. 775.567.362 ISK 111,5% Kostnaðaráætlun: 695.682.000 ISK Eigna- og veitunefnd leggur til við bæjarráð að tilboði lægstbjóðenda verði tekið og sviðsstjóra mannvirkja- og umhverfissviðs verði falið að ganga til samninga við lægstbjóðendur svo fremi sem þeir uppfylli kröfur útboðsgagna.
Svar

Bæjarráð samþykkir að tilboði lægstbjóðanda, Eykt ehf., verði tekið og sviðsstjóra mannvirkja- og umhverfissviðs falið að ganga til samninga á grundvelli tilboðsins.