Bygging hjúkrunarheimilis í Árborg
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Bæjarráð nr. 59
9. janúar, 2020
Annað
Fyrirspurn
Verksamningur - Hjúkrunarheimili í Sveitarfélaginu Árborg.
Svar

Bæjarráð felur bæjarstjóra að undirrita verksamninginn fyrir hönd Sveitarfélagsins Árborgar, en sveitarfélagið ber 16% kostnaðarhlut í framkvæmdinni.

Kjartan Björnsson lagði fram eftirfarandi bókun:
Undirritaður samþykkir samninginn og fagnar því að loks skuli framkvæmdir við byggingu nýs hjúkrunarheimilis á Selfossi í Sveitarfélaginu Árborg vera að fara af stað.
Fyrstu formlegu skrefin í þá átt voru stigin í september 2016 er Kristján Þór Júlíusson, þáverandi heilbrigðisráðherra, og Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar, rituðu undir viljayfirlýsingu þess efnis að byggt yrði hjúkrunarheimili með rýmum fyrir 50 íbúa, sem síðan var samþykkt á árinu 2017 að yrðu 60 talsins eftir baráttu sveitarfélaganna og þingmanna. Sveitarfélögin í Árnessýslu, með fulltingi SASS og Héraðsnefndar Árnesinga, höfðu á árunum á undan unnið ötullega að því að koma verkefninu á koppinn, enda afar brýn þörf fyrir fjölgun hjúkrunarrýma á svæðinu.
Kjartan Björnsson, bæjarfulltrúi D lista

Bæjarfulltrúar meirihlutans lögðu fram eftirfarandi bókun:
Undirritaðir taka undir með bæjarfulltrúa D-lista um knýjandi þörf fyrir nýtt hjúkrunarheimili á Selfossi sem þjóna mun Suðurlandi öllu.
Dráttur á upphafi verksins og það ófremdarástand sem skapaðist við lokun Kumbaravogs og Blesastaða á Skeiðum hefur verið óviðunandi. Hreppaflutningar fólks sem þarfnast heilbrigðisþjónustu langt frá ástvinum sínum er smánarblettur á heilbrigðiskerfinu og á ekki að þekkjast í nútímasamfélagi.
Verkefnið er búið að vera í vinnslu lengi og fjölmargir aðilar komið að verkefninu og því fagnaðarefni að nú skuli bæjarráð loks vera að staðfesta verksamning vegna framkvæmdarinnar.
Eggert Valur Guðmundsson, S-lista
Tómas Ellert Tómasson, M-lista