Vinnuslys - slysabætur fyrir JJ
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 vikum síðan.
Bæjarráð nr. 126
30. september, 2021
Annað
Fyrirspurn
Á 124. fundi bæjarráðs var óskað eftir minnisblaði með skýringum á uppgjöri tryggingafélagsins, skilmálum þeirra trygginga sem um ræðir og hlutdeild sveitarfélagsins í greiðslunni áður en tekin yrði endanleg afstaða til málsins.
Minnisblað lögfræðideildar.
Svar

Bæjarráð samþykkir greiðslu bóta vegna þess tjóns starfsmannsins sem upplýst hefur verið um. Jafnframt óskar bæjarráð eftir áliti lögmanns sveitarfélagsins á hugsanlegri málshöfðun gegn tryggingarfélaginu á grunni þeirra trygginga sem sveitarfélagið hafði á þeim tíma sem tjónið varð.