Breytingar á deiliskipulagi Björkurstykkis
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 5 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 10
20. mars, 2019
Annað
Svar

Sigurjón Vídalín Guðmundsson, Á-lista tók til máls og fylgdi úr hlaða eftirfarandi bókun frá fundi skipulags- og byggingarnefndar frá því í dag.

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkt verði tillaga að nýju á deiliskipulagi fyrir Björkurstykki með þeim breytingum sem á tillögunni hafa verið gerðar.

Ari Björn Thorarensen, D-lista og Tómas Ellert Tómasson, M-lista tóku til máls.

Lagt er til að bæjarstjórn samþykki tillögu að breyttu deiliskipulagi fyrir Björkurstykki með þeim breytingum frá upphaflegri tillögu sem skipulags- og byggingarnefnd hefur lagt til.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 8 atkvæðum.