Grafarvogur norður, samgöngubætur
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 75
3. júní, 2020
Samþykkt
Fyrirspurn
Kynntar eru fyrirhugaðar samgöngubætur í norðurhluta Grafarvogshverfis og lagt fram bréf Skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar dags 29. maí þar sem lagðar eru til gangbrautir á 10 gönguþverunum og lækkun hámarkshraða í í tveimur götum í samræmi við 1. og 3. mgr. 84. gr. umferðarlaga nr. 77/2019.
Svar

Samþykkt með vísan til c liðar 1. gr. í viðauka 1.1 um fullnaðarafgreiðslur nú skipulags- og samgönguráðs án staðfestingar borgarráðs.

Gestir
Guðbjörg Lilja Erlendsdóttir verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Bókanir og gagnbókanir
  • Flokkur fólksins
    Kynntar eru fyrirhugaðar samgöngubætur í norðurhluta Grafarvogshverfis. Þetta eru meðal atriða sem íbúum var lofað þegar ráðist var í að leggja af skólahald í einu húsi þverrt gegn vilja foreldar barna skólans. Þau óttuðust um öryggi barna sinna á leið í og úr skólann. Er hér búið að tryggja að fullu, eins og hægt er, trausta og örugga samgönguleið á milli Staðahverfis og Víkurhverfis? Fram kemur í kynningu að þetta hafi verið kynnt foreldrum en fulltrúi Flokks fólksins veit ekki hvort foreldrar séu sáttir upp til hópa og hvort þeir upplifi að börn þeirra séu örugg á leið úr og í skóla.
  • Sjálfstæðisflokkur
    Það er fagnaðarefni að fara í eigi í samgöngubætur í norðanverðum Grafarvogi enda eru þær í samræmi við þær samgöngubætur sem fulltrúar Sjálfstæðisflokksins íbúasamtök Grafarvogs og hverfaráðið hafa kallað eftir svo árum skiptir til að tryggja umferðaröryggi gangandi og hjólandi vegfarenda.