Umsögn Reykjavíkurborgar um, Frumvarp til laga um samvinnuverkefni um vegaframkvæmdir
Síðast
tekið fyrir
á fundi fyrir 4 mánuðum síðan.
Fundur nr. 75
3. júní, 2020
Annað
Fyrirspurn
Lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, Skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar, dags. 19. maí 2020, um frumvarp til laga um samvinnuverkefni um vegaframkvæmdir, 662. mál, þingskjal 1122 sem lagt var fram á 150. löggjafarþingi 2019–2020.
Bókanir og gagnbókanir
  • Miðflokkur
    Miðflokkurinn hafnar öllum hugmyndum af vegatollum. Ekki er hægt að girða höfuðborgarsvæðið af með þessum hætti og nú þegar er skattheimta af bílum í hæstu hæðum.
  • Flokkur fólksins
    Veggjöld í Reykjavík gætu falið í sér tugþúsunda kostnaðarauka á mánuði vegna ferða borgarbúa. Vegtollar eru aðför að borgurunum að mati fulltrúa Flokks fólksins. Nú vilja skipulagsyfirvöld leggja sérstaka áherslu á að rukka þá sem aka um á ákveðnum tímum, á álagstímum, á þeim tíma sem þeim er ætlað að mæta í vinnu. Það er vissulega fagnaðarefni að bæta eigi samgöngur á höfuðborgarsvæðinu. Ekki hefur verið brugðist við fólksfjölgun og auknum umferðarþunga. Gert er ráð fyrir að vegtollar á notendur fjölskyldubíla standi undir helmingi kostnaðar. Vegtollahugmyndirnar hafa verið gagnrýndar harkalega. FÍB hefur bent á að setja þyrfti upp myndavélar á 160 gatnamótum á höfuðborgarsvæðinu til að innheimta vegtolla á helstu stofnbrautum. Vegtollar eru mjög dýr leið til að hafa tekjur af umferðinni. Kostnaður við vegtolla felst m.a. í dýrum tækjabúnaði, hugbúnaði, tengingum, innheimtukostnaði, viðhaldi, endurnýjun og almennum rekstri. Að auki greiða vegfarendum 11% virðisaukaskatt af veggjöldum. Veggjöld leggjast með mestum þunga á lágtekjufólk, sem þarf að nota bíl til að sækja vinnu og koma börnum á leikskóla og í frístundastarfsemi. Láglaunafólk sem flytur í úthverfi til að komast í ódýrara húsnæði tapar þeim ávinningi komi til innheimtu veggjalda. Veggjöld eru flöt krónutala og mun hærra hlutfall launa láglaunafólks samanborið við laun hálaunafólks. 
  • Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:
    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins vara við tvísköttun með vegtollum, eða fram komi sérstakur höfuðborgarskattur á umferð. Álögur á íbúa Reykjavíkur eru nú þegar í hæstu hæðum og gæta verður þess að frekari skattar og gjöld leggist ekki enn frekar á fólk og fyrirtæki