Umferðarljósastýringar í Reykjavík, kynning
Síðast
tekið fyrir
á fundi fyrir 4 mánuðum síðan.
Fundur nr. 75
3. júní, 2020
Annað
Fyrirspurn
Yfirlitskynning á fyrirkomulagi umferðarljósastýringa í Reykjavík.
Bókanir og gagnbókanir
  • Flokkur fólksins
    Samkvæmt kynningu á ljósastýringu er miðlæg stýring og búið að vinna að samtengingu undanfarin ár að hluta til. Á 113 stöðum er ný útfærsla en á 100 stöðum er eldri útfærsla. Eldri útfærslan hlýtur að vera á þeim stöðum þar sem mesta álagið er því slíkar eru umferðartafirnar og umferðarflæði slakt? Það er vont að enn eigi eftir að nútímavæða ljósabúnað á 100 stöðum. Umferðaröngþveiti er víða í borginni og á hverjum morgni bíða röð bíla eftir grænu ljósi og leiðin löngu orðin greið. Gamaldags umferðarljósastýringarkerfi er ein stærsta ástæða þess að umferðin er í svo miklum ólestri sem raun ber vitni. Af hverju hefur þetta skref ekki verið tekið til fulls? Leiðrétta þarf einnig gangbrautarljós. Sú staðreynd að rauð ljós loga á gangbraut þótt enginn sé að fara yfir er ekki til að bæta útblástursvanda. Til að draga úr mengun hafa skipulagsyfirvöld viljað draga verulega úr bílaumferð í bæinn í stað þess að vinna með markvissum hætti að flýtingu orkuskipta. Öll vitum við metani sem ofgnótt er af er brennt á báli í stað þess að brenna þessari vistvænu, innlendu grænu orku á bílum. Þessum málum þarf að koma í lag og umfram allt finna leiðir til að hvetja til orkuskipta.
  • Miðflokkur
    Flest umferðarteppumál myndu leysast sjálfkrafa ef ljósastýringarmál höfuðborgarsvæðisins væru í lagi. Skorað er á samgöngustjóra Reykjavíkur og formann skipulags- og samgönguráðs að virkja forgangsákvæði samgöngusáttmálans um ljósastýringar. Flækjum ekki einföld mál. 
  • Sjálfstæðisflokkur
    Mikilvægt er að stórbæta ljósastýringar í Reykjavík, ekki síst að snjallvæða stýringu með notkun hreyfiskynjara fyrir gangandi, hjólandi og akandi. Ljósastýring við Geirsgötu er dæmi um slæma ljósastýringu þar sem óþarfa umferðatafir verða vegna ljósastýringa. Þegar svo bætist við þrengingar vegna þess að stoppistöð fyrir strætó er nú farin að teppa aðra akrein Geirsgötu til vesturs hefur ástandið versnað enn frekar. Það á að vera forgangsmál að bæta úr þessum málum sem allra fyrst.