Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn, umsögn (USK2020020015)
Síðast
tekið fyrir
á fundi fyrir 4 mánuðum síðan.
Fundur nr. 75
3. júní, 2020
Frestað
Fyrirspurn
1. Á fundi skipulags- og samgönguráðs þann 25. september s.l. var samþykkt að öllum aðilum í leigubílastarfsemi yrði heimilt að leggja á bílastæðum í borgarlandinu sem merkt eru fyrir leigubíla en hafa hingað til haft ákveðnar leigubílastöðvar haft þau til afnota. Hvers vegna er þess krafist að sérmerkingar á umræddum stæðum verði fjarlægðar fyrir 17. febrúar n.k. þegar í gildi er leyfi til 24. júní 2020? 2. Hvers vegna er aðilum ekki veittur eðlilegur andmælaréttur sbr. 13. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993? 3. Hvers vegna stendur Reykjavíkurborg í bréfaskriftum við aðila og krefur þá um gögn sem sýna fram á rétt aðila eða heimildir þeirra til atvinnureksturs í stað þess að afla þessara gagna í sínu gagnasafni? 4. Er ekki verið að snúa sönnunarbirgði við í þessu máli? 5. Boðuð er ný gjaldtaka ef og þegar borgin yfirtaki umrædd stæði og skal hún taka mið af skráðri losun gróðurhúsalofttegunda viðkomandi leigubíls. Hvar má finna í lögum heimild fyrir þessari gjaldtöku? 6. Viðurkennir Reykjavíkurborg að leigubílar eru hluti af almenningssamgöngum? 7. Býður Reykjavíkurborg leigubílaakstur til eigin nota út? 8. Skiptir Reykjavíkurborg við allar leigubílastöðvar sem starfræktar eru í borginni? 9. Er Reykjavíkurborg í reikningsviðskiptum við leigubílastöðvar?
Svar

Frestað.