Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030. Sértæk búsetuúrræði, breyting á aðalskipulagi
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 75
3. júní, 2020
Samþykkt
Fyrirspurn
Lögð fram drög að tillögu umhverfis- og skipulagssviðs dags. í maí 2020 að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 er varðar sértæk búsetuúrræði og landnotkun. í breytingunni felst að sérákvæði um búsetuúrræði er bætt við undir liðnum Íbúðabyggð (ÍB) í kaflanum Landnotkun (bls. 205 (sjá adalskipulag.is).
Svar

Samþykkt með fjórum greiddum atkvæðum fulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata að kynna fyrirliggjandi drög að aðalskipulagsbreytingu, sbr. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá. Gögn verða send til skilgreindra hagsmunaaðila og kynnt opinberlega. Drögin verða auglýst í fjölmiðli og gerð aðgengileg á vef borgarinnar. Tillagan verður send til eftirfarandi umsagnaraðila: Velferðarráðs/Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, Íbúaráða í öllum borgarhlutum, umhverfis- og auðlindaráðuneytisins og lögbundinna umsagnaraðila vegna aðalskipulagsbreytinga.

Gestir
Haraldur Sigurðsson verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Bókanir og gagnbókanir
  • Miðflokkur
    Lagt var af stað í þá vegferð að bjóða út smáhýsi fyrir heimilislausa en skyndilega var hætt við og farið í nýtt útboð. Eyða á 450 milljónum í kaup á 25 smáhýsum. Nú hefur komið í ljós að ekki er hægt að koma húsunum fyrir. Eins og staðan er núna er ljóst að mikill kostnaður á eftir að bætast við bæði að hálfu borgarinnar og Veitna. Nú er verið að gera tillögu að "skerpa" á landnotkunarheimildum í aðalskipulagi um hvar heimilt er að staðsetja búsetuúrræði innan borgarinnar, því breyta þarf deiliskipulagi fyrir þessi hús. Verið er að búa til nýtt sérákvæði um sérstök búsetuúrræði og verði þessi skipulagsbreyting keyrð í gegn þá er verið að opna pandórubox í skipulagsmálum sem ekki sér fyrir endann á. Samkvæmt þessari breytingu verður hægt að drita niður smáhýsum, kofum, tjöldum, hjólhýsum, húsbílum og öllu því sem kallast getur íverustaður út um allt borgarlandið án þess að nokkur fái við það ráðið. Þessi breyting stenst ekki lög og nauðsynlegt er að fá álit/úrskurð samgöngu - og umhverfisráðuneytanna á fyrirhuguðum breytingum. Varað er við þessum vinnubrögðum og hvatt til þess að málefni húsnæðislausra verði leyst með öðrum hætti s.s. með kaupum á gistiheimilum eða hótelum.
  • Sjálfstæðisflokkur
    Hér er tækifæri fyrir aðila að koma sjónarmiðum sínum á framfæri vegna þessara breytingar á aðalskipulagi sértækra búsetuúrræða. Íbúasamtök og íbúaráð munu nú geta komið athugasemdum á framfæri. Framkvæmd sértækra búsetuúrræða hefur tafist um langa hríð vegna staðsetninga og skorts á heimildum. Kaup á smáhýsum fyrir hundruði milljóna króna hafa ekki nýst þeim sem þau þurfa.