Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030. Elliðaárvogur - smábátahöfn, breyting á aðalskipulagi - Strandsvæði ST9 - breyting á hafnargarði.
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 77
1. júlí, 2020
Vísað til borgarráðs
Fyrirspurn
Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju drög að tillögu umhverfis- og skipulagssviðs, dags. í maí 2020, að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 er varðar Elliðaárvog, smábátahöfn. Í breytingunni felst minniháttar breyting á þéttbýlisuppdrætti aðalskipulagsins er varðar hafnargarð við smábátahöfn Snarfara við Naustavog, í Elliðaárdal. Tillagan var kynnt til og með 24. júní 2020. Eftirtaldar stofnanir sendu umsagnir: Hafrannsóknarstofnun dags. 5. júní 2020, Skipulags- og umhverfisnefnd Sveitarfélagsins Ölfuss dags. 5. júní 2020, Bláskógarbyggð dags. 18. júní 2020, Veðurstofa Íslands dags. 22. júní 2020, Náttúrufræðistofnun Íslands dags. 22. júní 2020, Vegagerðin dags. 24. júní 2020 og Umhverfisstofnun dags. 25. júní 2020.  Einnig er lögð fram uppfærð tillaga umhverfis- og skipulagssviðs, dags. í júní 2020, að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 er varðar Elliðaárvog, smábátahöfn. 
Svar

Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu að aðalskipulagi í samræmi við 1. mgr. 36. gr. sbr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til borgarráðs.

Gestir
Haraldur Sigurðsson deildarstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Bókanir og gagnbókanir
  • Sjálfstæðisflokkur
    Mikilvægt er að umhverfismálin verði skoðuð heildstætt og á framkvæmdatímanum verði tekið tillit til ábendinga Hafrannsóknarstofnunar og Umhverfisstofnunar.