Reykjavíkurflugvöllur, breyting á deiliskipulagi
Reykjavíkurflugvöllur 1 (01.6)
Síðast
tekið fyrir
á fundi fyrir 3 mánuðum síðan.
Fundur nr. 75
3. júní, 2020
Annað
Fyrirspurn
Lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa, að breytingu á deiliskipulagi Reykjavíkurflugvallar. Í breytingunni felst breyting á deiliskipulagsmörkum og færslu á flugvallargirðingu til austurs til móts við Nauthólsvík, vegna aðkomutengingar við Fossvogsbrú, samkvæmt uppdr. T.ark arkitekta dags. 13. nóvember 2019 br. 13. maí 2020. Tillagan var auglýst frá 16. desember 2019 til og með 29. janúar 2020. Eftirtaldir sendu athugasemdir/umsögn: Isavia dags. 29. janúar 2020 og
Svar

íbúaráð Miðborgar og Hlíða dags. 29. janúar 2020. Einnig er lagt fram minnisblað Borgarlínunnar dags. 30. apríl 2020. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 15. maí 2020.

Gestir
Björn Ingi Edvardsson verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Bókanir og gagnbókanir
  • Miðflokkur
    Aldrei er heildarmyndin sýnd. Hér er verið að færa öryggisgirðingu flugvallarins og því verið að minnka svæðið í kringum flugvöllinn sem nemur tæpum 4.500 fermetrum. Er þetta gert til að koma fyrir 270 metra langri og 15 metra breiðri brú sem áætlað er að komi yfir Fossvoginn, á að kosta 2,4 milljarða og ekkert fjármagn fyrirliggjandi. Allt í sambandi við brúnna er í uppnámi vegna ólöglegs útboðs. Eyðileggingin heldur áfram. Isavia varar við að helgunarsvæði aðflugsbúnaðar sé raskað og að ekki megi rjúfa hindrunarflöt flugvallarins. Flugvöllurinn er í mikilli hættu, þetta er gróf aðför að honum og öryggissjónarmiða er ekki gætt. Gert er ráð fyrir að brúin liggi frá flugbrautarenda Reykjavíkurflugvallar, vestan Nauthólsvíkur, yfir á norðausturhluta Kársnestáar en þar eru 340 metrar á milli bakka. Landfyllingar verða gerðar báðum megin við sitt hvorn brúarendann. Sífellt er verið að bútasauma Nauthólsvíkina og Skerjafjörðinn með nýjum og nýjum landfyllingum og passað er upp á að þær séu ekki af þeim stærðarskala að þær falli undir lög um skyldu til umhverfismats. Þetta svæði hefur að geyma mjög viðkvæmt lífríki en það er að engu haft.
  • Flokkur fólksins
    Skipulagsyfirvöld leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi í Nauthólsvík og Reykjavíkurflugvallar. Færa á flugvallargirðingu til austurs til móts við Nauthólsvík vegna aðkomutengingar við Fossvogsbrú. Fulltrúi Flokks fólksins vill aftur minna hér á fyrirhugaðar skemmdir á fjörum sem allt þetta ætlar að hafa í för með sér. Til að geta lagt umferðartengingu milli Nauthóls og Fossvogsbrúar þarf landfyllingu. Veitur gera athugasemd og segja að fyrirhuguð landfylling sem kynnt er í breytingunni á deiliskipulagi raski útrásarenda fyrir regnvatn vestan við Nauthólsvík. Er ekki hægt að skipuleggja þetta öðruvísi? Flugvöllurinn er ekki á förum. Breytingartillagan ber með sér óvissuna sem felst í því hvort flugvöllurinn verður eða fer. Uppbygging með flugvöllinn á staðnum er bara allt önnur en uppbygging sem yrði, fari flugvöllurinn úr Vatnsmýrinni. Hér eru lagðar fram ábendingar frá Isavia og íbúaráði Miðborgar og Hlíða, báðar afar mikilvægar. Sú síðari lýtur að aðgengismálum og að í öllu deiliskipulagi sé liður þar sem algild hönnun og aðgengi fyrir alla sé tekið fyrir eins og segir í athugasemdinni/ábendingunni. Það vantar alveg að gera grein fyrir aðgengismálum í tillögum að breytingu á deiliskipulagi Nauthólsvíkur og Reykjavíkurflugvallar. Eftir því sem fulltrúa Flokks fólksins skilst á að bregðast við þessum athugasemdum.