breyting á deiliskipulagi
Bústaðavegur 151-153
Síðast Vísað til Skipulags- og samgönguráðs á fundi fyrir 1 ári síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 775
29. maí, 2020
Samþykkt
Fyrirspurn
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 15. maí 2020 var lögð fram umsókn skrifstofu framkvæmda og viðhalds dags. 8. maí 2020 um framkvæmdaleyfi vegna m.a. byggingu undirganga fyrir gangandi og hjólandi umferð undir Bústaðaveg, gerð hringtorgs á Bústaðaveg, hækkun Bústaðavegar, gerð nýrrar götu frá Bústaðavegi til norðurs vestan við Sprengisand og hesthús, gerð göngu- og hjólreiðastígs frá Miklubraut meðfram rampa að Reykjanesbraut, gerð tengistíga o.fl. Einnig er lagt fram teikningasett dags. í maí 2020. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 29. maí 2020.
Svar

Samþykkt að gefa út framkvæmdaleyfi með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 29. maí 2020. Vísað til skrifstofu sviðsstjóra til útgáfu framkvæmdaleyfis. Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir útgáfu framkvæmdaleyfis skv. gr. 5.2 í gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1231/2018.

108 Reykjavík
Landnúmer: 108439 → skrá.is
Hnitnúmer: 10008981