breyting á deiliskipulagi vegna Kalksléttu 1 og Koparsléttu 22
Kjalarnes, Esjumelar-Varmadalur
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 1 ári síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 777
12. júní, 2020
Vísað til Skipulags- og samgönguráðs
Fyrirspurn
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að breytingu á deiliskipulagi á athafnarsvæðinu við Esjumela á Kjalarnesi. Í breytingunni felst helst að skipulögð er um 5 hektara lóð fyrir Malbikunarstöðina Höfða þar sem fyrirtækið hyggst starfsemi sína á Esjumela. Felldar eru niður aðrar 12 lóðir og sameinaðar í eina stóra, sett eru ákveðin skilyrði fyrir lóðina og fylgir m.a. mat á umhverfisþáttum breytingar með tillögunni. Einnig eru nokkrar lóðir sem skilgreindar voru fyrir dreifstöðvar OR felldar út og möguleiki gefinn á að stækka aðliggjandi lóðir, auk þess er gerð breyting á lóðarstærð við Silfursléttu o.fl., samkvæmt uppdr. Landmótunar sf. dags. 22. október 2019 síðast br. 25. mars 2020. Tillagan var auglýst frá 30. janúar 2020 til og með 12. mars 2020. Eftirtaldir sendu inn athugasemdir/umsögn: Mosfellsbær dags. 28. febrúar 2020 og 13. maí 2020, Andlegt þjóðarráð bahá´ía á Íslandi dags. 12. mars 2020 og Veitur dags. 12. mars 2020. Einnig er lagður fram tölvupóstur Umhverfisstofnunar dags. 17. febrúar 2020 og umsögn skipulagsfulltrúa dags. 3. apríl 2020.
Svar

Vísað til skipulags- og samgönguráðs.