breyting á deiliskipulagi
Mógilsá og Kollafjörður
Síðast Vísað til Skipulags- og samgönguráðs á fundi fyrir 1 ári síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 774
25. maí, 2020
Annað
Fyrirspurn
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Jóhanns Einars Jónssonar dags. 17. október 2019 varðandi breytingu á deiliskipulagi Mógilsár og Kollafjarðar. Í breytingunni felst að byggingarreit A er hliðrað til vesturs vegna legu fornleifa á svæðinu, reitur Þ1 er stækkaður til vesturs svo að reitur A falli allur innan svæðisins eftir færsluna, heimilt byggingarmagn á reit A er aukið og skilmálum um leyfilega þjónustu breytt. Auk þess verða B-rými sem eru ekki inni í heildartölu byggingarmagns og bætt er við ákvæði um að leyfa gististarfsemi á svæðinu, samkvæmt uppdr. Landmótunar dags. 10. október 2019 br. 13. janúar 2020. Einnig er lögð fram fornleifaskráning Borgarsögusafns Reykjavíkur, skýrsla nr. 195 og umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 2. október 2019. Tillagan var auglýst frá 21. nóvember 2019 til og með 6. janúar 2020. Eftirtaldir sendu athugasemdir/umsögn: Skógræktin dags. 6. janúar 2020. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 13. janúar 2020.
Svar

Leiðrétt bókun frá 1. nóvember 2019, vegna gjaldskrár. Rétt bókun er:
Umsækjandi greiði vegna auglýsingar skv. gr. 7.5. , sbr. gr. 12. í gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu nr. 1231/2018.