Fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins, varðandi borgarlínu og væntanlegan ferðatíma, svar - USK21120115
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 8 mánuðum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 122
1. desember, 2021
Annað
Fyrirspurn
Óskað er eftir yfirliti yfir væntanlegan ferðatíma milli staða á höfuðborgarsvæðinu þar sem leiðakerfi fyrirhugaðrar Borgarlínu fyrsta áfanga og uppfærðs leiðakerfi Strætó verði samtvinnað. 
Svar

1) Hver er áætlaður ferðatími frá miðbæ Reykjavíkur í miðbæjarkjarna nágrannasveitarfélaganna fimm; Kópavogs, Hafnarfjarðar, Garðabæjar, Seltjarnarness og Mosfellsbæjar? 2) Hver er áætlaður ferðatími frá helstu íbúðarhverfum í helstu þjónustukjarna eins og frá Árbæ, efra og neðra Breiðholti, Seljahverfi, Grafarvogi og Grafarholti í Smáralind. Ennfremur áætlaður ferðatími úr Grafarvogi í þjónustukjarnann við Urriðaholt. Frá Áslandi í Kringluna og frá Seltjarnarnesi á Korputorg, svo dæmi séu tekin. 3) Þá er óskað eftir töflu með áætluðum ferðatíma milli þessara þjónustukjarna innbyrðis sem og stórra skólakjarna og vinnustaða eins og Landsspítala Háskólasjúkrahúss og háskólanna.